Í Rússlandi er mesti ójöfnuður í heimi ef frá eru talin nokkur smáríki í Karíbahafinu þar sem nokkrir milljarðamæringar búa.

Í Rússlandi er 35% af heildareignum þjóðarinnar í eigu aðeins 110 einstaklinga, samkvæmt ársskýrslu frá Credit Suisse. Samkvæmt Forbes eru 110 milljarðamæringar í Rússlandi af 143 milljónum íbúum. Árið 2008 voru bara átta milljónir milljarðamæringar í landinu.

Til samanburðar eru 442 milljarðamæringar í Bandaríkjunum og íbúar tvöfalt fleiri en í Rússlandi. Árið 2000 voru milljarðamæringar Bandaríkjanna 269 talsins.

The Wall Street Journal segir nánar frá málinu hér .