*

fimmtudagur, 21. október 2021
Erlent 30. janúar 2021 18:01

Auðæfin aukist um 40% í faraldrinum

Auðæfi bandarískra milljarðamæringa hafa aukist um 1.000 milljarða dollara síðan kórónuveirufaraldurinn skall á.

Ritstjórn
Bandaríkjamaðurinn Jeff Bezos, forstjóri Amazon, er ríkasti maður heims.
epa

Auðæfi bandarískra milljarðamæringa hafa aukist um 1.000 milljarða dollara, eða nærri 40%, síðan kórónuveirufaraldurinn fór að láta verulega á sér kræla um miðjan mars á síðasta ári að því er CNN greinir frá.

Hlutabréfamarkaðir vestanhafs hafa verið á miklu flugi undanfarna mánuði og hefur það keyrt áfram auðæfasköpun milljarðamæringana. Má sem dæmi nefna að auðæfi Teslu forstjórans, Elons Musk, hafa aukist um 155 milljarða dollara á umræddu tímabili.

46 einstaklingar hafa bæst við lista yfir bandaríska milljarðamæringa frá 18. mars á síðasta ári, en viku áður lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) því yfir að COVID-19 faraldurinn væri heimsfaraldur.

Heildarauðæfi milljarðamæringa Bandaríkjanna, sem eru 660 talsins, nema í dag um 4.100 milljörðum dollara, sem er 2/3 hærri upphæð en heildarvirði eigna fátækari helmings bandarísku þjóðarinnar.