Kortafyrirtækið eMerchantPay, í eigu Jónasar Reynissonar, hefur hagnast um 3,5 milljarða króna á síðustu fjórum árum. Arðsemi eigin fjár félagsins hefur að meðaltali verið 28% á síðustu átta rekstrarárum og aldrei farið undir 16%. Félagið hefur sérhæft sig í áhættusamri færsluhirðingu (e. acquiring) og greiðsluvirðingarþjónustu (e. Payment services provider) í gegnum netið. Í ársreikningum félagsins kemur fram að meðal helstu verkefna félagsins sé þjónusta við færsluhirðingu á netinu tengda veðmálum, klámi, gjaldeyrismiðlun, fæðubótarefnum, ýmsir leikjum í gegnum netið, óskilgreind smásala og önnur áhættusöm kortaviðskipti.

Gífurlegur vöxtur hefur verið í umsvifum félagsins á síðustu árum. Samanlögð kortavelta þar sem félagið sér um færsluhirðingu og greiðsluvirðingu hefur margfaldast síðustu ár og jókst úr 500 milljónum dollara árið 2013 í tvo milljarða dollara á síðasta rekstrarári. Þá hafa tekjur félagsins að sama skapi aukist úr 1,8 milljörðum árið 2012 í 10 milljarða árið 2018, eða ríflega sexfaldast á tímabilinu. Mestur vöxtur félagsins var milli rekstraráranna 2016/2017 og 2017/2018, þar sem rekstrartekjur félagsins jukust úr 6 milljörðum í 10 milljarða króna.

Áhyggjur af peningaþvætti þrengja að félaginu

Þrengt hefur að lykilmörkuðum fyrirtækisins á síðustu árum á sviði áhættusamra kortaviðskipta, þar sem hæstu þóknanirnar eru greiddar. Í ársreikningi félagsins fyrir árið 2019 segir að félagið hafi tapað töluverðum viðskiptum vegna reglugerðarbreytinga. Breytingar hafi átt sér stað á regluverki fjármála-, rafmynta- og veðmálageirans, sem og starfsreglum Visa og MasterCard vegna aukins ótta við peningaþvætti.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Forstjóri Icelandair segir félagið hafa verið búið undir að kyrrsetning Boeing 737 Max flugvélanna gæti dregist á langinn.
  • Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson kemur upp fjarskiptafélagi í Suður-Ameríku.
  • Tvö félög vilja bætur vegna aðgerða Seðlabanka Íslands.
  • Fyrirhugað fyrirkomulag Hálendisþjóðgarðs vekur mismikla lukku hagsmunaaðila.
  • Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Alfa framtaks, fer yfir sögu og fjárfestingar félagsins.
  • Úttekt á fasteignamarkaðnum.
  • Ítarlegt viðtal við Vilborgu Helgu Harðardóttur, forstjóra Já.
  • Rætt við framkvæmdastjóra greiðsluþjónustufyrirtækis sem býður lausnir sem henta ferðaþjónustufyrirtækjum vel.
  • Nýr mannauðsstjóri RB er tekinn tali.
  • Huginn og Muninn og Óðinn eru á sínum stað auk Týs.