Þýski bifreiðaframleiðandinn Audi hefur keypt hlut í Sauber Group, fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og þróun á íhlutum í kappakstursbíla.

Fyrir þremur mánuðum síðan tilkynntu félögin að þau hyggðust senda inn lið í Formúlu 1 saman frá árinu 2026.

Sauber er nú í samstarfi við bílaframleiðandann Alfa Romeo, en því samstarfi lýkur eftir næsta keppnistímabil.