Hagnaður af rekstri félagsins Auðkennis ehf. nam 21,2 milljónum króna á árinu 2011 samanborið við rúmar fjórar milljónir árið 2010. Í ársreikningi félagsins segir að á síðasta ári hafi starfsmannafjöldi fyrirtækisins tvöfaldast og var ráðinn framkvæmdastjóri í fullu starfi.

Auðkenni er í eigu stóru bankanna þriggja auk Símans hf. og Teris. Markmið félagsins er að veita alhliða þjónustu og ráðgjöf á sviði rafrænna skilríkja og upplýsingaöryggismála og byggir fyrirtækið meðal annars á samningi við fjármálaráðuneytið um innleiðingu dreifilyklaskipulags og almenna notkun rafrænna skilríkja. Auðkennislyklar Auðkennis hafa verið notaðir hjá íslenskum bönkum en nú hefur Landsbankinn sagt skilið við aukennislyklana og beitir annarri öryggistækni í einkabönkum.