*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Erlent 7. október 2020 14:46

Auðkýfingar aldrei ríkari

Í miðjum heimsfaraldri hafa milljarðamæringar aldrei verið fleiri og hefur samanlagður auður þeirra aldrei verið meiri.

Ritstjórn
Jeff Bezos er ríkasti einstaklingur heims en hann er stofnandi og forstjóri Amazon.

Í fyrsta sinn hefur samanlagður auður milljarðamæringa, í Bandaríkjadölum talið, farið yfir 10.000 milljarða Bandaríkjadali eða 10 billjónir. Auður milljarðamæringa var um átta billjónir í upphafi apríl á þessu ári en fór hæst í 10,2 billjónir í sumar.

Auður milljarðamæringa hafði áður náð hámarki í lok árs 2017 þegar hann nam 8,9 milljörðum Bandaríkjadala og var fjöldi milljarðamæringa þá 2.158 og höfðu þeir aldrei verið fleiri. Í miðjum heimsfaraldri hefur fjöldi milljarðamæringa, líkt og auður þeirra, náð nýjum hæðum sem nú eru orðnir 2.189. Frá þessu er greint á vef CNBC.

Sjá einnig: MacKenzie Scott ríkasta kona heims

Frá upphafi apríl til og með júlí hækkaði auður milljarðamæringa í öllum atvinnugreinum. Mest hækkun var í iðnaðar-, tækni- og heilbrigðisgeiranum en hún nam allt frá 36-44%.

Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon, er ríkasta maður heims. Auður hans er metinn á um 183 milljarða Bandaríkjadali sem hefur hækkað um 68 milljarða það sem af er ári. Hlutabréf Amazon hafa hækkað um 63% á þessu ári.

Stikkorð: Jeff Bezos Auðkýfingar