Auðjöfurinn Erick Thohir frá Indónesíu er í forsvari fyrir þrjá fjárfesta sem hefur keypt 70% hlut í ítalska knattspyrnuliðinu Inter Milan. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en það er talið nema á bilinu 250 til 300 milljónum evra, jafnvirði 30 til 36 milljörðumslenskra króna.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir viðræður um aðkomu fjárfestanna hafa staðið yfir um nokkurt skeið enda hafi félagið þurft á auknu fjármagni að halda.

Fjárfestarnir eru engir nýgræðingar á sviði íþrótta en einn þeirra, Handy Soetedjo, kom að kaupunum á bandaríska körfuknattleiksliðinu Philadelphia 76ers árið 2011. Þá er Thohir varaforseti indónesísku Ólympíunefndarinnar.