Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Guðrúnar Lárusdóttur, sem oftast er kennd við Stálskip, gegn íslenskra ríkinu. Guðrún taldi að auðlegðarskattur stæðist ekki ákvæði stjórnarskrár um eignarétt.

Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur hafa hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að innheimta á slíkum skatti sé lögleg.