Auðmenn Íslands 1-10
Auðmenn Íslands 1-10
© None (None)

Útgerðarmaðurinn Kristján V. Vilhelmsson og eiginkona hans, Kolbrún Ingólfsdóttir, eru efst á lista Viðskiptablaðsins yfir rúmlega 230 auðuga Íslendinga. Hrein eign hjónanna nemur um 6,8 milljörðum króna. Þau greiða um 134 milljónir í auðlegðarskatta fyrir síðasta ár. Skúli Mogensen og fyrrum eiginkona hans, Margrét Ásgeirsdóttir, eru önnur á listanum en þau voru efst í fyrra. Samkvæmt álagningarskrám nam hrein eign þeirra við síðustu áramót um 5,4 milljörðum króna.

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er að finna lista yfir áætlaðan auð 230 einstaklinga sem greiddu auðlegðarskatt fyrir árið 2012.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.