Stjórn Félagsbústaða hefur ráðið Auðun Frey Ingvarsson sem framkvæmdastjóra félagsins. Hann mun hefja störf í desember. Auðunn tekur við keflinu af Sigurði Kr. Friðrikssyni sem stýrt hefur stýrti fyrirtækinu frá stofnun þess árið 1997.

Félagsbústaðir eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem bæði á og leigir út ríflega 2.200 félagslegar íbúðir í Reykjavík.

Undanfarin misseri hefur Auðun Freyr verið framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Green in Blue og unnið sem sjálfstæður ráðgjafi. Hann hefur á undanförnum árum setið í stjórn Distica hf og Félagsbústaða hf auk fleiri fyrirtækja hér á landi og erlendis. Á árunum 2006 til 2009 var Auðun Freyr framkvæmdastjóri hjá Norvik Group þar sem hann stýrði rekstri og uppbyggingu iðnfyrirtækja Norvik í Evrópu og í Rússlandi. Áður var hann sjálfstætt starfandi ráðgjafi við verkefnisstjórnun og stjórnunun nýframkvæmda fyrir íslensk fyrirtæki s.s. BYKO, Orkuveitu Reykjavíkur, ÁTVR og Steinullarverksmiðjuna.

Auðun Freyr er menntaður véla-­ og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann lauk meistaranámi í aðgerðagreiningu frá Cornell árið 2004 og meistaranámi í viðskiptum og stjórnun frá Stanford árið 2006.