Auðunn Gunnar Eiríksson hefur gengið til liðs við mannauðs- og ráðgjafarfyrirtækið Attentus. Auðunn mun koma að ýmsum störfum fyrir Attentus, m.a. sem „mannauðsstjóri til leigu“ auk þess að sinna fræðslu og stefnumótun fyrir viðskiptavini á sviði mannauðsmála.

Auðunn er með B.A.-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hann vann á starfsmannasviði Mannvits á árunum 2005-2016.  Jafnframt starfaði Auðunn sem mannauðsstjóri HRV,  dótturfélagi Mannvits og Verkís frá 2011 til 1016. Hjá báðum þessum fyrirtækjum kom hann að innleiðingu starfsmannasamtala, frammistöðumats og starfsþjálfakerfi, ráðningum, gæða- og markaðsmálum, kynningum á fyrirtækinu og hafði umsjón með innri vef þess. Auðunn hefur komið að fjölmörgum sameiningum á undanförnum tíu árum í verkfræðigeiranum. M.a. sameiningu VGK og Hönnunar og síðar sameiningu VGK-Hönnunar og Rafhönnunar í Mannvit.

Auðunn mun starfa náið með Birnu Kristrúnu Halldórsdóttur sem einnig gekk nýlega til liðs við Attentus. Með ráðningu þeirra getur fyrirtækið boðið fleirum lausnina „mannauðsstjóri til leigu“ auk þess sem þau munu koma að praktískum stjórnendavinnustofum Attentus, m.a.  á sviði stefnumótunar.