Auður Björk Guðmundsdóttir og VÍS hafa komist að samkomulagi um starfslok hennar sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Auður Björk hefur starfað hjá félaginu í 13 ár, lengst af sem framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs.

Hún mun láta af störfum á næstu vikum og munu málefni sviðsins heyra tímabundið undir Helga Bjarnason, forstjóra félagsins.

„Ég þakka Auði fyrir gott starf í þágu VÍS og hennar þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað hjá félaginu,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. „Um leið og ég þakka henni fyrir samstarfið óska ég henni velfarnaðar í framtíðinni.“