*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 7. október 2021 14:41

Auður býður upp á framtíðarreikninga

Framtíðarreikningar Auðar eru fyrstu innlán fjármálaþjónustunnar sem bera verðtryggða vexti.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Kviku eru í Kauptúni 2.
Aðsend mynd

Auður, fjármálaþjónusta Kviku, býður upp á nýja verðtryggða framtíðarreikninga sem bera hæstu innlánsvexti í sínum flokki, samkvæmt Aurbjörgu. Framtíðarreikningar Auðar bera 0,8% vexti en sambærilegir reikningar hjá hinum viðskiptabönkunum eru með vexti á bilinu 0,3%-0,4%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Framtíðarreikningar Auðar eru fyrstu verðtryggðu reikningarnir sem fjármálaþjónustan býður upp á og eru bundnir til 18 ára aldurs. Hægt að stofna reikningana til 15 ára aldurs. Reikningarnir eru jafnframt fyrstu grænu innlánsreikningarnir sem Kvika býður upp á. Allar innstæður sem lagðar eru inn á reikningana eru notaðar til að fjármagna eða endurfjármagna umhverfisvæn verkefni eins og þau eru skilgreind í grænni fjármálaumgjörð bankans.

„Framtíðarreikningar Auðar eru frábær leið fyrir þau sem vilja hefja sparnað barna og ungmenna, fá hæstu mögulegu verðtryggðu vextina á framtíðarsparnaðinn og stuðla á sama tíma að grænni og sjálfbærri þróun samfélagsins,“ segir Hilmar Kristinsson, verkefnastjóri yfir Auði hjá Kviku. „Vextir á framtíðarreikningnum taka mið af vaxtastigi á fjármálamarkaði á hverjum tíma en Auður býður nú upp á tvöfalt hærri vexti en aðrir bankar af sambærilegum reikningum.“

Auður hóf formlega starfsemi í byrjun árs 2019 þegar hún bauð upp á innlánsreikninga alfarið á netinu.