Auður Hallgrímsdóttir var kosin formaður Sameinaða lífeyrissjóðsins á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sem haldin var að loknum ársfundi sjóðsins sem fram fór á Hilton Nordica Reykjavik í gær, 19. maí 2011.

Auður Hallgrímsdóttir
Auður Hallgrímsdóttir
© vb.is (vb.is)
Í fréttatilkynningu kemur fram að Auður er fyrsta konan sem gegnir formennsku í lífeyrissjóði þar sem meginþorri sjóðfélaga kemur úr stétt iðnaðarmanna, en þess má geta að karlar eru 92% virkra félaga í Sameinaða lífeyrissjóðnum. Auður hefur setið í stjórn sjóðsins s.l. 3 ár en hún situr jafnframt í stjórn Málms, félags Málm- og skipasmiða. Auður rekur ásamt fjölskyldu sinni Járnsmiðju Óðins í Kópavogi.

Í samþykktum Sameinaða lífeyrissjóðsins er kveðið á um að formaður stjórnar skuli valin til skiptis úr röðum fulltrúa stéttarfélaga og fulltrúa atvinnurekanda. Fráfarandi formaður, Þorbjörn Guðmundsson var nú kjörinn varaformaður stjórnar.

Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins er nú þannig skipuð að fulltrúar stéttarfélaga eru þeir Georg Páll Skúlason, Gylfi Ingvarsson og Þorbjörn Guðmundsson, en fulltrúar atvinnurekendur eru Auður Hallgrímsdóttir, Jón Bjarni Gunnarsson og Sveinbjörn Hjálmarsson. Varamenn stéttarfélaga í stjórninni eru Hákon Hákonarson, Kristján Örn Jónsson og Sveinn Ingason, en varamenn fyrir atvinnurekendur eru Guðrún Jónsdóttir, Hanna Þórunn Skúladóttir og Ingólfur Sverrisson.