Auður I, fjárfestingarsjóður undir stjórn Auðar Capital, hagnaðist um 695 milljónir krónaá síaðsta ári og skilaði 32% arðsemi eigin fjár.

„Afkoma ársins staðfestir að við höfum náð því markmiði okkar að byggja upp verðmætt eignasafn öflugra fyrirtækja“, segir Arna Harðardóttir sjóðsstjóri AUÐAR I, í tilkynningu.

Auður Captial hefur rekið Auður I undanfarin fjögur ár og kaupir eignir til að eiga í þrjú til fimm ár. Sjóðurinn hefur fjárfest í níu fyrirtækjum fyrir tæpa 2,4 milljarða króna en fjárfestingargeta hans nemur rúmum 3,1 milljarði króna.

Sjóðurinn á hlut í Ölgerðinni, Já upplýsingaveitum, Yggdrasil, Securitas, Lifandi markaði, Tali og Gagnavörslunni. Velta félaganna nam rúmum 21 milljarði króna í fyrra.

Fram kemur í tilkynningu frá Auði Capital að sjóðurinn vænti þess að selja eignir sínar að mestu leyti á árunum 2014 til 2016.

Kristín Pétursdóttir er forstjóri Auðar Capital. Hún situr jafnframt í stjórn sjóðsins.