© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Hlutabréf japanska milljarðamæringsins Hiroshi Yamauchi lækkuðu um rúmlega 300 milljónum dala í dag að markaðsvirði, þegar leikjatölvufyrirtækið Nintendo féll um 12% í viðskiptum í dag. Yamauchi er fyrrum stjórnarformaður félagsins og heldur um 10% hlutafjár í félaginu. Hann er stærsti hluthafi Nintendo, að því er Bloomberg greinir frá. 300 milljónir dala eru jafnvirði um 35 milljarða króna.

Yamauchi er sjötti ríkasti maður Japans, samkvæmt lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Eignir hans eru metnar á 4,6 milljarða dala.

Nintendo tilkynnti í gær að hagnarvon félagsins á árinu er minni en áður. Talið er að hagnaður verið 82% lægri á árinu en áður var búist við.