Forsetahjónin Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson eru samkvæmt álagningaskrá ríkisskattstjóra ekki í hópi þeirra sem greiða auðlegðarskatt á Íslandi. Eins og flestir vita er Dorrit af auðugri ætt og hafa fjölmiðlar vestanhafs metið eignir fjölskyldu hennar á tugmilljarða. Það getur þó skipt máli hvar eignirnar eru og eins er óvíst hvort eignirnar eru skráðar á Dorrit sjálfa eða fjölskyldu hennar.

Foreldrar hennar, þau Alisa og Shlomo Moussaieff, hafa í áratugi fengist við skartgripaviðskipti. Samkvæmt lista sem Times birti yfir auðugustu einstaklinga heims árið 2011 voru eignir fjölskyldunnar metnar á um 34 milljarða. Rétt er að taka fram að úttekt Times byggir ekki á skattalegum upplýsingum heldur áætlunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgunagsins er:

-Samfélagsþjónusta bankamanna
-Tugmilljarða gjaldmiðlaskiptasamningar Milestone
-Ný orlofshúsabyggð á Akureyri
-Met slegið í skattahækkunum
-Samanburður íslenskra banka við evrópska
-Bandarískur hagfræðingur ber saman Ísland og Írland
-Viðtal við Jón Stephenson von Tetzchner, stofnanda Opera.
-Umfjöllun í nýjan lúxusbíl Benz
-Gjaldþrot Glasgow Rangers
-Baltasar Kormákur í Hollywood

Og margt, margt fleira.