*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Fólk 11. nóvember 2019 13:31

Auður ráðin vefstjóri Origo

Origo hefur ráðið Auði Karitas Þórhallsdóttur frá Sýn til að ritstýra vef og samfélagsmiðlum fyrirtækisins.

Ritstjórn
Auður Karitas Þórhallsdóttir hefur verið ráðin til Origo eftir rúmlega 13 ára starf hjá Sýn.
Aðsend mynd

Auður Karitas Þórhallsdóttir hefur verið ráðin vefstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins Origo. Hlutverk Auðar mun meðal annars felast í ritstýringu, stefnumótun og samþættingu skilaboða fyrir ytri vef Origo og samfélagsmiðla félagsins.

Hún hefur mikla reynslu af vef- og markaðsmálum en hún starfaði í rúm 13 ár hjá Sýn. Þar ritstýrði hún meðal annars ytri vefsvæðunum syn.is, vodafone.is og stod2.is Auður er með B.A. í félagsfræði frá Háskóla Íslands.

Auður er í sambúð með Jóni Þór Þórarinssyni landsliðsþjálfara í júdó og saman eiga þau 2 börn. Helstu áhugamál hennar er hönnun, listir og matargerð.