Í upphafi beinist áætlun um afnám gjaldeyrishafta að aðgerðum sem ekki ættu aðganga á gjaldeyrisforðann, þ.e.a.s útboðum sem miða að því að koma óstöðugumkrónueignum í hendur langtímafjárfesta. Þetta kom meðal annars fram á fundi með Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.

Í áætluninni segir að byrjað verður á aðgerðum til þess að draga úr aflandskrónueign erlendra aðila með því að heimila að þeim eignum verði skipt, í tveimur skrefum, á móti gjaldeyriseignum innlendra aðila, án þess að ganga á gjaldeyrisforða Seðlabankans, og beina henni í langtíma fjárfestingu í atvinnulífi eða skuldabréfum ríkissjóðs.

Gerð er grein fyrir mismunandi leiðum sem heimilaðar verða í þeim efnum og skilyrðum sem þarf að vera fullnægt, án þess þó að tæknilegri útfærslu sé lýst í smáatriðum.

  • Leiðarljós þessarar áætlunar er að stuðla að því aðaðþrengdir fjárfestar geti selt krónueignir sínar fjárfestum með lengri sjóndeildarhring og getu til þess að fjárfesta í fleiri eignum, t.d. með beinni fjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Skrefin verða útfærð með það í huga að lágmarka hættu á óstöðugleika sem reynt gæti um of á gjaldeyrisforðann og vakið áhyggjur af fjármálastöðugleika (þ.m.t. lausafjárerfiðleikum í bankakerfinu).
  • Að lokum verður þeim eigendum aflandskróna sem eftir standa boðið aðselja innstæður í krónum fyrir gjaldeyri gegn greiðslu útgöngugjalds eða skipta áskuldabréfum ríkissjóðs í krónum og skuldabréfi ríkissjóðs í erlendum gjaldeyri. Erfitt er aðfullyrða hvenær áfanganum lýkur, en það ræðst af samspili innri og ytri þátta.