Okkar markmið er að koma öllum þeim afslætti og fríðindum sem fólk á rétt á fyrir á einum og saman staðnum,“ segir Jóhann Halldór Pálsson, markaðsstjóri Qpons. „Varan mun fyrst um sinn vera í formi vefsíðu með farsímaviðmóti en síðan er stefnan sett á að gefa út app. Qpons virkar þannig að notandinn skráir sig inn í gegnum Facebook og velur síðan þau félög, klúbba, kort og fleira sem veita honum persónuleg fríðindi í einu eða öðru formi. Við höfum nú þegar fengið leyfi frá 13 nemenda- og stéttarfélögum til að sýna þeirra afslætti og fyrsta útgáfa vörunnar mun koma út nú í haust.

Mesta áherslan er lögð á að þetta verði einfalt og þægilegt í notkun. Markmiðið er að notandinn skilji appið um leið og hann skráir sig inn. Afsláttum og fríðindum verð­ ur skipt niður í flokka auk þess sem hægt verður að leita að sérstökum afsláttum eða tilboðum. Þá verð­ ur einnig hægt að setja saman lista yfir þá afslætti sem oftast eru notaðir auk þess sem appið mun að sjálfsögðu sýna staðsetningu þeirra fyrirtækja og verslana þar sem neytendur eiga rétt á afslætti eða annars konar fríðindum.“

Tóku af skarið í sumar

Teymið samanstendur af þremur háskólanemum. Þeim Þráni Pálssyni framkvæmdastjóra, Barða Frey Þorsteinssyni forritara og Jóhanni Halldóri Pálssyni sem sér um markaðsmál fyrirtækisins. Jóhann segir hugmyndina hafa kviknað eftir að þeir félagar áttuðu sig á því hversu flókið það er að hafa yfirsýn yfir þann afslátt sem fólk á rétt á eða annars konar fríðindum.

Við erum þrír saman allir á mismunandi stigi í háskólanámi. Hugmyndin spratt upp frá því að við sem nemar og aðrir eiga rétt á fullt af persónulegum fríðindum, hvort sem það er í gegnum skólakort, stéttarfélög eða fyrirtæki. Við höfðum verið að velta þessu fyrir okkur og fannst furðulega flókið hvað það gat verið mikið vandamál að nýta sér þessi fríðindi. Oft þarf að fara í gegnum nokkrar mismunandi vefsíður eða vera með mismunandi skírteini til að gera nýtt sér þetta.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .