*

þriðjudagur, 28. september 2021
Innlent 5. desember 2012 15:39

Auðvelt að fela sig bak við höftin

Lars Christensen segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með hve langan tíma afnám fjármagnshaftanna hefur tekið.

Ritstjórn
Hleð spilara...

„Það er auðvelt fyrir stjórnmálamenn að venjast fjármagnshöftum og þeirri vernd sem þau veita,“ segir Lars Christensen forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank. Hann segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með hve langan tíma afnám haftanna hefur tekið. 

Líflegar umræður sköpuðust á fundi VÍB um nýja greiningu Danske Bank á íslensku efnahagslífi í morgun. Sigríður Benediktsdóttir forstöðumaður Fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands sagði það vandasamt verk að afnema höftin og benti á möguleika á miklu fjármagnsútflæði. Hún sagði höftin hafa veitt mikilvægt jafnvægi á meðan unnið hafi verið í að draga úr skuldsetningu heimila og fyrirtækja. 

Sigríður var á fundinum spurð hvort afnámsferli hafta hafi verið of ógagnsætt. Svaraði hún því til að fylgt væri opinberum skrefum um afnám hafta. Hún benti á að Seðlabankinn réði ferlinu ekki einn. „Við erum bundin af hinu stjórnmálalega ferli þegar kemur að gagnsæi og upplýsingum um þetta,“ sagði Sigríður.