Ari Skúlason, hagfræðingur á Hagfræðideild Landsbankans skrifar um fasteignamarkaðinn í pistli sem birtist í Viðskiptablaðinu . Þar bendir hann á að bæði kaupmáttur launa og ráðstöfunartekna sem og byggingarkostnaður hafa áhrif á þróun fasteignaverðs.

„Kaupmáttur hefur aukist mjög mikið á síðustu árum, en byggingarkostnaður hækkað frekar lítið en það skýrist að mestu af styrkingu krónunnar á tímabilinu, en stærstur hluti byggingarefnis er innfluttur. Þannig hefur fasteignaverð hækkað um rúm 40% frá ársbyrjun 2005 á meðan kaupmáttur launa hefur aukist um 20% og byggingarkostnaður um 10%. Það er því augljóslega hagstæðara að byggja nú en þá var, en fasteignaverðið hefur líka hækkað töluvert umfram kaupmátt,“ skrifar Ari.

Hann vísar einnig til þess sé að vænta að framboð á nýju húsnæði taki að aukast, en það er yfirleitt dýrara en eldra húsnæði þannig að sú þróun mun ekki leiða til lækkunar í fasteignaverði.