Staða bankastjóra Landsbankans er auglýst til umsóknar í atvinnuauglýsingum Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í dag. Bankaráð Landsbankans leitar af einstaklingum með ótvíðræða leiðtoga- og stórnunarhæfileika og yfirgripsmikla þekkingu á íslensku viðskiptaumhverfi og fjármálamarkaði. Umsóknarfrestur er 28. desember næstkomandi.

Steinþór Pálsson var áður bankastjóri Landsbankans frá árinu 2010 og starfaði sem bankastjóri í sex og hálft ár, en sagði nýverið upp störfum eftir að hafa sætt talverðrar gagnrýni, m.a. frá Ríkisendurskoðun . Steinþór hefur áður viðurkennt að bankinn hafi líklega gert mistök varðandi söluna á hlut bankans í Borgun og gleymt að spyrja út í eignarhlut félagsins Visa Europe, sem skilaði félaginu milljörðum króna þegar hann var seldur.