Eignarhlutur í fjárfestingafélaginu Alfa hf., sem að mestu er í eigu Benedikt Sveinssonar og Einars Sveinssonar, var auglýst til sölu í Morgunblaðinu í gær. Í auglýsingunni kom fram að um sé að ræða 7% hlut, sem miðað við verðmat á félaginu er um 160 milljón króna virði.

© Aðsend mynd (AÐSEND)
Alfa á 65% hlut í Kynnisferðum og 95% hlut í Tékklandi bifreiðaskoðun. Eignarhluturinn í Kynnisferðum, sem er metinn á 1,5 milljarða króna sem þýðir að Kynnisferðir eru í heild metið á ríflega 2,3 milljarða króna. Þá er hluturinn í Tékkland metinn á 249 milljónir króna. Alfa á 216 miljónir króna í verðbréfasjóðum króna auk þess að eiga skráð hlutabréf sem metin eru á 168 miljónir króna og handbært fé upp á 177 milljónir króna.

Heildarverðmæti hlutafjár í Alfa samkvæmt auglýsingunni er 2,29 milljarðar króna, en í auglýsingunni segir að eiginfjárhlutfall félagsins sé 100%. Í auglýsingunni kemur fram að félagið hafi greitt 2,2 milljarða í arð árin 2015-2017.

Kynnisferðir voru reknar með 314 milljóna króna tapi í fyrra en rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 1,1 milljarði króna. Þá var bókfært eigið fé félagsins 1,2 milljarðar króna. SF VII ehf. sem er félag í stýringu Stefnis hf., dótturfélags Arion banka hf. á 35% hlut í félaginu á móti Alfa.

Þá segir jafnframt að Tékkland hafi hagnast um 40 milljónir króna í fyrra og EBITDA hafi numið 70 milljónum króna. Bókfært eigið fé félagsins var 113 milljónir króna um síðustu áramót.

Alfa keypti hlutina í báðum félög af N1 á árunum 2009 og 2010. Arev verðbréfafyrirtæki sér um söluferlið.