Þeir sem birta auglýsingar um umdeild pólitísk málefni á Facebook munu bráðlega þurfa að fá heimild frá fyrirtækinu til þess að gera það að því er The Wall Street Journal greinir frá. Facebook vonast til að þetta fyrirkomulag verði til þess koma í veg fyrir sér að ósönnum upplýsingum sé dreift á miðlinum.

Að því er kemur fram í umfjöllun The Wall Street Journal mun Facebook krefjast þess að aðstandendur tiltekinna síða sem hyggjast auglýsa um umdeild málefni muni þurfa að sanna deili á sér og gefa upp staðsetningu sína við fyrirtækið áður heimild til þess er veitt.

Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hyggðist í samstarfi við þriðju aðila útbúa lista yfir þau málefni sem krefjast heimildar frá Facebook.

Í október tilkynnti Facebook að leyfi  fyrirtækisins þyrfti til þess að kaupa auglýsingar sem tengjast frambjóðendum í kosningum. Áðurnefndar breytingar eru því taldar ganga skrefinu lengra.

Nú í vor munu auglýsingar sem tengjast kosningum verða merktar sem slíkar ásamt upplýsingum um hver greiddi fyrir þær.