Forsætisráðuneytið hefur í dag látið birta svofellda auglýsingu um framboð og kjör forseta Íslands:

Kjör forseta Íslands skal fara fram laugardaginn 28. júní 2008.

Framboðum til forsetakjörs skal skila til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að þeir séu kosningarbærir, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag.

Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna, en mest 3000.