Framsóknarmenn geta með stuðningi sínum við stjórnarskrárbreytingar stjórnarflokkanna að þeir ætli að ekki aðeins að efna kosningaloforð sín fyrir kosningar heldur eftir kosningar líka, að sögn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Hann veifaði auglýsingabæklingi frá Framsóknarflokknum í ræðustól Alþingis í dag sem hann fékk í pósti í morgun og dró sérstaklega fram kosningaloforð flokksins þess efnis að sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum verði tryggð.

„Kosningalofort framsóknarmanna hafa sætt því að um þau er efast. Þau eru gagnrýnd. Það er talið að Framsóknarflokkurinn ætli ekki að efna þessi kosningaloforð frekar en önnur sem nefnd hafa verið í sögunni. En það sem Framsóknarmenn geta gert, er að þeir geta sýnt kjósendum að núna að þeir efna kosningaloforoðin vegna þess með því að styðja tillögu sem hér liggur fyrir um auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem sérstaklega er nefnt. Þar með myndu þeir ávinna sér það trúnaðartraust sem sem vantar svo sárlega nú,“

Gleypa ekki við hverju sem er

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður  Framsóknarflokksins, brást hart við ummælum Marðar, sagði hann hafa brugðið sér í hlutverk auglýsingadömu og fara með rangt mál.

„Þetta hefur verið á dagskrá Framsóknarmanna lengi. Frá upphafi hefur Framsókmarflokkurinn lýst yfir samvinnu við stjórnarskránna. Við lögðum fram auðlindaákvæði í janúar svo þetta brýna mál fengi forgang. Það er ekki þar með sagt að þótt auðlindaákvæði Samfylkingar og VG sé komið að við kokgleypum það,“ sagði hún.