Auglýsingamarkaðurinn virðist vera að taka við sér erlendis, sem oft er talið ágætis merki um þróun hagsveiflunnar, ef marka má nýtt uppgjör breska auglýsinga- og markaðsrisans WPP. Í frétt BBC segir að árið 2010 hafi fyrirtækið hagnast um 851 milljón punda, sem er hækkun um 33% á milli ára, og mun ástæðan einkum vera uppsveifla á bandarískum auglýsingamarkaði sem hófst á 3. ársfjórðungi og hraður vöxtur í Kína.

Að sögn BBC kemur uppgjörið í kjölfar svipaðra frétta frá bandaríska auglýsingafyrirtækinu Omnicom og franska fyrirtækinu Publicis.