Lítil breyting hefur orðið á kaupendum sjónvarpsauglýsinga eftir hrun. Fyrirtæki úr sömu geirum og keyptu flestar slíkar þá gera það enn.

Fyrirtæki sem selja afþreyingu, símaþjónustu eða drykkjarvörur voru langstærstu auglýsendur í íslensku sjónvarpi á liðnum árum. Þetta kemur fram í tölum sem Auglýsingamiðlun hefur unnið úr upplýsingum frá Capacent um fjölda keyptra sekúndna af auglýsingum í sjónvarpi á árunum 2007 til 2009.

Í tölunum er búið að leiðrétta fyrir kostuðum viðburðum í tölunum og þær ná ekki yfir eigin auglýsingar sjónvarpsstöðvanna.

Nova tekur forystu

Farsímafyrirtækið Nova auglýsti langmest allra íslenskra fyrirtækja í sjónvarpi á síðasta ári eða í samtals 308.901 sekúndu. Ef birtar sjónvarpsauglýsingar Nova á árinu 2009 væru spilaðar í röð tæki rúmlega þrjá og hálfan dag að horfa á þær allar. Vert er að taka fram að Nova auglýsir sig stóran hluta dags á tónlistar-sjónvarpsstöðinni Nova TV. Hin símafyrirtækin halda ekki úti sambærilegri sjónvarpsstöð.

Nánar er fjallað um málið nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins . Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .