Nú stendur yfir útsala á auglýsingum í dagblöðum Danmerkur, segir í frétt Børsen. Nú þegar bréfalúgur landsmanna fyllast af dagblöðum er hægt að kaupa auglýsingar á hálfvirði þar í landi.

?Það vita allir að auglýsingar eru nú ódýrari," sagði Ulrik Falkener Thagesen framkvæmdarstjóri Mediacom. ?Jyllands-Posten og Politiken hafa bæði verið að gefa stóra afslætti og hinir fjölmiðlarnir fylgja á eftir."

?Nýju verðin eru á milli 20-50% lægri en áður og verður það að teljast mjög gróft," bætti hann við.

Hann spáir því að ?allir muni tapa í blóðugu blaðastríðinu á fyrsta hálfa árinu."