Torg ehf., útgefandi Fréttablaðsins, var sá fjölmiðill sem átti í mestum viðskiptum við Ráðuneyti og stofnanir á síðasta ári en þau námu tæplega 74 milljónum króna. Í öðru sæti kemur Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, með 43 milljónir og svo Ríkisútvarpið með tæplega 41 milljón. Þar ár eftir kemur svo Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins, Fiskifrétta og Frjálsrar verslunar, með 5,1 eina milljón og Frjáls Fjölmiðlun, útgefandi DV, með 4,4 milljónir.

Stærstur hluti viðskipta við fjölmiðla kemur til vegna birtinga auglýsinga en þar á eftir koma kaup á blöðum og/eða áskriftum. Heildarútgjöld undir flokknum Birtingar auglýsinga námu þó um 329 milljónum króna á árinu 2019. Þar var Þjóðleikhúsið umsvifamest með 44,5 milljónir en þar á eftir kom Háskóli Íslands með 38 milljónir. Heildarupphæð vegna útgjaldaliðarins bækur, tímarit og blöð nam samtals 261 milljón en það þarf lítið að koma á óvart að þar er Háskóli Íslands langumsvifamestur með um 145 milljónir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .