Það er vel þekkt auglýsingatækni að koma vörum sínum fyrir í höndum vinsælla Hollywood-leikara í kvikmyndum eða þáttum. Þetta hefur lengi tíðkast í kvikmyndaframleiðslu víða um heim og þekkja flestir til dæmis myndir af Clint Eastwood með vindil í munnvikinu eða hafa tekið eftir Coke glösunum sem ávallt má sjá á borði dómaranna heimsfrægu í American Idol.

Auglýsingar af þessu tagi virðast þó ekki vera eins algengar hér á Íslandi og raun ber vitni erlendis. Þetta staðfestir Jóhannes Skúlason, markaðsstjóri Sagafilm. „Þetta er vissulega til á Íslandi en ekki í sama mæli og gengur og gerist í útlöndum. Þetta þekkist hér heima kannski aðallega í því formi að ná niður framleiðslukostnaði og slíku,“ segir Jóhannes.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.