*

miðvikudagur, 14. apríl 2021
Innlent 4. október 2020 16:04

Auglýsingastofum muni fækka frekar

Framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar telur að auglýsingastofurnar séu of margar fyrir íslenskan markað.

Ingvar Haraldsson
Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar.
Aðsend mynd

Það hefur verið mín skoðun undanfarin tvö ár og jafnvel lengur að stofurnar séu of margar til að þjónusta markaðinn,“ segir Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar, sem tilkynnt var í vikunni um að yrði tekin til gjaldþrotaskipta að beini stjórnar félagsins. Þörf sé á frekari hagræðingu og sameiningum í greininni.

„Það hafa líka átt sér orðið samrunar á hinum endanum. Viðskiptavinir eru að verða færri og stærri og hafa sumir dregið úr viðskiptum sínum við auglýsingastofur, “ segir hann.

Sjá einnig: Tókst ekki að endursemja við 365

Hjalti segir auglýsingabransann að sumu leyti minna á kanarífuglinn í námagöngunum.

Fyrirtæki byrji oft á að skera niður auglýsingakostnað þegar skórinn kreppir að. „Þetta verður sjálfsagt þungur vetur fyrir marga. Vonandi verður upptakturinn hraður þegar við komumst fyrir kórónuveirufárið og einhverjir munu standa eftir sterkari en áður.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér