Þegar litið er á tölur Hagstofunnar um tekjur íslenskra fréttablaða sést lánsfjárbólan vel, þegar auglýsingafé var dælt í blöðin, sem öll voru á snærum viðskiptablokka Stóru-bólu.

Á hinn bóginn haggast tekjur af blaðasölu varla á tímabilinu og harla ljóst hvað sá markaður ber.

Þó vissulega megi greina hrunið á fallandi auglýsingatekjum er fallið þó furðustutt, fer aðeins niður í það sem var árið 2004 og er tekið að hækka síðan. Því mætti vel spyrja um hvaða kreppu menn séu eiginlega að tala. En auðvitað er ekki allt sem sýnist, verðbólga hefur verið töluverð frá hruni, krónan fallið og dagblaðapappír hækkað til samræmis við það. Og eitthvað skulda blöðin víst!

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Tekjur fréttablaða
Tekjur fréttablaða