Starf framkvæmdastjóra eignastýringar Íslandsbanka verður auglýst laust til umsóknar, að öllum líkindum nú um helgina, samkvæmt upplýsingum frá bankanum.

Stefán Sigurðsson sinnti starfinu þar til í dag, þegar greint var frá því að hann væri tekinn við sem forstjóri Fjarskipta, móðurfélags Vodafone.

Sem áður segir hefur eftirmaður Stefáns ekki verið fundinn og ekki er ljóst hvað ráðningarferlið mun taka langan tíma.