Innanríkisráðuneytið hefur auglýst laus til umsóknar þrjú embætti dómara við Hæstarétt Íslands í samræmi við lög þar sem m.a. er veitt heimild til að fjölga dómurum tímabundið um þrjá.

Þannig verði dómarar við Hæstarétt tólf talsins til að bregðast við því aukna álagi sem orðið hefur hjá dómstólum, segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.

Umsóknirnar verða sendar dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti og verður skipað  í embættin hið fyrsta eftir að nefndin hefur skilað mati sínu.