Auglýst er eftir nýjum forstjóra Skeljungs í fjölmiðlum í dag. Capacent hefur ráðninguna á sinni könnu. Í auglýsingu segir að nýr forstjóri eigi að hafa yfirgripsmikla reynslu af rekstir og stjórnun og háskólamenntun sem nýtist í starfi. Greint var frá því í síðustu viku að Einar Örn Ólafsson hafi sagt upp sem forstjóri Skeljungs.

Í samtali við Viðskiptablaðið sagði hann ástæðuna þá að nýir eigendur Skeljungs sem keypti fyrirtækið um síðustu jól stefni að skráningu þess á hlutabréfamarkað jafnvel á næsta ári. Hann sjái ekki fyrir sér að stýra félagi sem skráð væri í Kauphöll, sumpart vegna þess að athyglin á forstjóranum myndi aukast við það.

Frestur til að sækja um starf forstjóra Skeljungs er til 9. apríl næstkomandi.