Hlutafé í útgáfufélaginu Birtingi var aukið um 118 milljónir króna í desember síðastliðnum en fjármagnið var lagt fram af Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. Greiðlan fór fram með umbreytingu krafna í eigu Dalsins á hendur Birtingi.

Dalurinn á allt hlutafé Birtings  en félagið hafði í lok árs 2017 einnig umbreytt 190 milljóna hluthafaláni í hlutafé. Dalurinn er að fullu í eigu Halldór Kristmannsonar en Róbert Wessman var meðal annarra áður einn af hluthöfum félagsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .