Landsvirkjun vinnur nú samkvæmt aðgerðaráætlunsem miðar að því að auka eftirspurn eftir orku sem er að finna á jarðhitasvæðum á Norðausturlandi. Meiri líkur að þannig fáist aðili til að byggja upp á svæðinu, segir Hörður Arnarson.

Landsvirkjun vonast til þess að um tíu aðilar sýni því áhuga að kaupa orku frá jarðhitasvæðunum á Norðausturlandi, við Kröflu, í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum, en fyrirtækið á sem stendur í viðræðum við fimm aðila.

Þar á meðal eru kínverski álrisinn Bosai Mineral Group, bandaríski álrisinn Alcoa, sem rekur álver á Reyðarfirði, og síðan íslensk-bandaríska eldsneytisframleiðslufyrirtækið Carbo Recycling International (CRI). Landsvirkjun hefur ekki gefið upp hver hin tvö fyrirtækin eru sem fyrirtækið á í viðræðum við.