*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Erlent 4. júní 2020 14:30

Boða enn frekari magnbundna íhlutun

Evrópski seðlabankinn hefur ákveðið að grípa til aðgerða með magnbundinni íhlutun.

Ritstjórn
Christine Lagarde, forseti Evrópska seðlabankans.

Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að auka magnbundna íhlutun sína enn meira. Þetta kemur fram á vef BBC.

Bankinn mun auka kaup sín um 600 milljarða evra, sem gerir um 89 billjónir íslenskra króna á núverandi gengi. Fyrri kaup höfðuð hljóðað upp á 750 milljarða, þau munu því nema um 1,35 billjónum evra og aukast um 80%.

Aðgerðin á að stuðla að áframhaldandi lágum vöxtum og mun hún eiga sér stað til júní 2021, sem er sex mánuðum lengur en áður var áætlað. Stýrivextir seðlabanka Evrópu eru nú -0,5%.