Allsherjar- og menntamálanefnd leggur til tvær breytingar á áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar, en eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær var frumvarpið afgreitt úr nefndinni í gær. Nefndin leggur annas til að frumvarpið verði samþykkt að teknu tilliti við breytingartillagnanna.

Annars vegar leggur nefndin til að auka við heimildir sveitarfélaga til að ákveða fyrirkomulag áfengissölu. Þau geta m.a. sett skilyrði um aðgreiningu áfengis frá öðrum neysluvörum í gegnum leyfisveitingar.

Hins vegar er lagt til að auka við fjármagn til lögreglunnar sem nemur um 200 milljónum  til að styrkja eftirlit með sölu áfengis, stunda forvarnir og taka á félagslegum vandamálum eins og heimilisofbeldi. Upphaflega var gert ráð fyrir að auka framlög til Lýðheilsusjóðs sem nemur 400 milljónum króna en meirihlutinn segir að ljóst sé að ekki er vanþörf á því að styrkja lögregluna fjárhagslega séð.