Þjóðkirkjan mun fá 370 milljónir á fjáraukalögum til að virða samning kirkju og ríkis sem gerður var á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun.

Frumvarpið hefur ekki verið lagt fram á Alþingi en heimildir nema að breytingartillögur ríkisstjórnar við fjárlagafrumvarp munu nema um 6,7 milljörðum króna. Þar af á að bjóða á út þrjár nýjar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu og Vigdís Hauksdóttir upplýsti einnig í Facebbok færslu að 400 milljónum yrði varið til að efla löggæslu í landinu.