*

fimmtudagur, 14. nóvember 2019
Innlent 28. september 2019 13:04

Auka hlutafé um 120 milljónir

Hlutafé í Frjálsri fjölmiðlun ehf., útgefanda DV og tengdra miðla, var aukið um 120 milljónir króna þann 9. september.

Jóhann Óli Eiðsson
Karl Garðarsson er framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar.
Haraldur Guðjónsson

Hlutafé í Frjálsri fjölmiðlun ehf. (FF), útgefanda DV og tengdra miðla, var aukið um 120 milljónir króna þann 9. september síðastliðinn. Greitt var fyrir hlutaféð með reiðufé.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá FF til fyrirtækjaskrár en ekki kemur fram hver lagði féð til.

Hlutafé FF nemur eftir breytinguna rúmlega 340 milljónum. Á síðasta rekstrarári tapaði félagið 240 milljónum. Karl Garðarsson er framkvæmdastjóri félagsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér