Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í gær viljayfirlýsingu fyrir Íslands hönd um að efla samstarf við Nikaragúa á sviði hagnýtingar endurnýtanlegra orkugjafa. Henni er ætlað að efla samvinnu á milli landanna á þessu sviði. Daniel Ortega, forseti Nikaragua, var viðstaddur undirritunina.

Mikil tækifæri í Nikaragúa

Icelandic Geothermal Power S.E. undirritaði við sama tilefni viljayfirlýsingu um þróun auðlindagarðs í samstarfi við ENEL, sem er orkufyrirtæki Nikaragúa. Auðlindagarðurinn verður á jarðhitasvæðunum Masaya, Apoyo og Mombacho en áætlað óbeislað afl þar er talið vera 363 MW.

Þá heimsótti iðnaðarráðherra og fleiri fulltrúar íslenskra orkufyrirtækja orkusvæðin. Ítarlegri upplýsingar um málið eru í tilkynningu á vef atvinnuvegaráðuneytis.