Á leiðtogafundi G7 ríkjanna í dag hétu þau því að standa með Úkraínu eins lengi og nauðsyn ber og að herða refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi. Þá sögðust ríkin vera reiðubúin til að veita Úkraínu fjárhagsaðstoð fyrir allt að 29,5 milljörðum dala til að takast á við innrás Rússa skv. frétt Reuters.

Yfirlýsingin kom í kjölfar ávarps Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu, á leiðtogafundi G7 ríkjanna þar sem hann óskaði eftir vopnum og loftvörnum til takast á við innrásina. En hún hefur það að markmiðið að gefa til kynna að ríkin væru tilbúin til að styðja Úkraínu til lengri tíma litið á sama tíma og þau upplifa gífurlega verðbólgu og orkuskort, sem er knúinn áfram af innrás Rússa.

Eftir loftáras Rússa í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, á sunnudaginn sagði Jake Blake, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, Bandaríkin vera að undirbúa vopnapakka fyrir Úkraínu sem inniheldur loftvarnir og skotfæri.

Flest ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gagnvart Rússlandi með það að leiðarljósi að draga úr tekjum landsins. Þær virðast vera að skila árangri en í gær missti Rússland af lokagjalddaga á hundrað milljóna dala vaxtagreiðslu og stefnir í fyrstu vanskil Rússlands á skuldbindingum sínum síðan 1998.

Sjá einnig: Rússland greiðsluþrota í fyrsta sinn frá 1998