Sparisjóður Suður-Þingeyinga þarf að auka eigið fé sitt um 200 milljónir króna fyrir árslok 2018 til að sjóðurinn uppfylli auknar kröfur Fjármálaeftirlitsins um eiginfjárhlutfall. DV greinir frá þessu í dag.

Stjórn Sparisjóðsins fékk heimild á aðalfundi í síðustu viku til að auka stofnfé hans um 140 milljónir. Stjórnendur vonast til að fjölda stofnfjárhöfum, en þeir eru um 250 í dag, og að núverandi eigendur muni leggja til aukið eigið fé. Ef ekki verður af því þá gæti sjóðurinn mögulega þurft að taka víkjandi lán.

Eiginfjárhlutfall sjóðsins þarf að vera 18,7% frá 1. janúar 2019, en það var 13,2% um síðustu áramót

Ari Teitsson, stjórnarformaður Sparisjóðsins gagnrýnir FME í viðtali við DV. Hann segir að ekki sé hægt að rökstyðja auknar eiginfjárkröfur með vísan í þá staðreynd að Sparisjóður Vestmannaeyja og AFL Sparisjóður hafi þurft á verulegu eiginfjárframlagi. Hann segir einnig að FME hafi gengið hart fram og ekki gætt þess meðalhófs sem ætlast er til af löggjafanum.