Tim Cook, forstjóri Apple, segir að of fáar konur „sitja við borðið“ hjá tæknifyrirtækjum heimsins, og þar á meðal hjá fyrirtækinu sem hann stýrir. Hann segir fjölbreytni innan starfsmannahóps tæknifyrirtækja leika lykilhlutverk í framþróun tæknigeirans. BBCgreinir frá.

Cook segir engar góðar afsakanir fyrir skorti á konum innan tæknigeirans. Hann telur mikilvægt að laða fleiri konur að geiranum. Cook lagði nýlega sitt af mörkum í þeim efnum með því að setja á fót verkefni innan Apple sem ætlað er að styðja við kvenkyns stofnendur fyrirtækja og konur sem búa til smáforrit.

„Tækni er frábær hlutur sem mun afreka margt, en ef ekki eru uppi fjölbreytt sjónarmið við borðið er unnið er að verkefnum, mun útkoman ekki vera frábær,“ segir Cook í samtali við BBC.