Heimilistæki hefur gert nýjan samstarfssamning við ELON Group sem gerir öll innkaup á heimilistækjum skilvirkari og styrkir stöðu fyrirtækisins á íslenska markaðnum. ELON Group ásamt Veikon Kone í Finnlandi, Euronics í Noregi, Hvidt og Frit í Danmörku og Heimilistækjum mynda saman stærsta norræna innkaupaaðilann, með flestar verslanir á sviði heimilistækja og raftækja.

„Samstarfið við ELON gefur okkur stórkostlegt færi á að ná hagstæðari innkaupum til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar” segir Hlíðar Þór Hreinsson hjá Heimilistækjum.

Héðan í frá gera allir norrænu samstarfsaðilarnir fimm innkaup í gegnum ELON Group.

„Heimilistæki gegna stóru hlutverki á íslenska markaðnum og líkt og við leggja þeir höfuðáherslu á að stöðugt uppfylla óskir viðskiptavina sinna” segir Stefan Lebrot forstjóri ELON Group. ”Samstarfið þýðir að Heimilistæki nær fram mikilli stærðarhagkvæmni og getur áfram þjónað íslenska markaðnum vel eins og þeir hafa gert í mörg ár.”

Allir samstarfssamningar hafa verið undirritaðir og byrjað er að samræma innkaupaferlin til að viðskiptavinir á hverjum markaði verði varir við áhrifin þegar í stað. Hjá Heimilistækjum er reiknað með að viðskiptavinirnir finni fyrir breytingunum þegar á næsta ári.

„Svona samstarf er framtíðin og skapar bestu mögulegu forsendur fyrir okkur að þróast áfram” segir Hlíðar Þór Hreinsson hjá Heimilistækjum. „Samstarfið er gott dæmi um að einn plús einn geti orðið þrír.”

Samstarfið felur í sér að til verður stærsta verslananetið á Norðurlöndum með 483 verslanir. Það samanstendur af verslunarkeðjununum ELON í Svíþjóð, Hvidt og Frit í Danmörku, Heimilistækjum á Íslandi, Veikon Kone í Finnlandi og Euronics í Noregi. Allir samstarfsaðilarnir gera innkaup sín í gegnum ELON Group.