Starfsfólk Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) fékk fyrr á þessu ári gjöf frá stofnuninni vegna sérstaks álags í tengslum við heimsfaraldurinn. Þetta kemur fram í svari Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóri ÁTVR, við fyrirspurn blaðsins.

Fastráðið starfsfólk, 248 talsins, fékk orlofsdag til viðbótar sökum álagsins auk þess að fá gjafakort í hótelgistingu að verðmæti „um 15.000 kr.“ að því fram kemur í svarinu. Starfsfólk í tímavinnu, sem vanalega vinnur óreglulegar vaktir og oft um helgar eða á öðrum álagstímum, fengu 10 þúsund króna gjafabréf hvert. Alls fengu 230 slíka gjöf.