Með nýjum rafrænum skilríkjum rennur auðkennislyklalausnin fyrir netbanka sitt skeið á enda. Með rafrænum skilríkjum  fækkar notendanöfnum og lykilorðum, og aðgengi að upplýsingum verður auðveldara.

Fyrirtækið Auðkenni sem hefur yfirumsjón með innleiðingu á rafrænum skilríkjum fyrir almenning hefur samið við Teris um rekstur þjónustuvers fyrir kerfið. Þegar hafa um 8.000 slík skilríki verið gefin út. Gert er ráð fyrir að öll debetkort landsmanna verði komin með rafræn skilríki á árinu 2011. Auðkenni hefur jafnframt samið við Teris um að þróa sérhæfðan hugbúnað sem notaður er við afhendingu rafrænna skilríkja á debetkortum í bönkum og sparisjóðum.

Með rafrænum skilríkjum á debetkortum fækkar notendanöfnum og lykilorðum, aðgengi að upplýsingum verður auðveldara og hægt verður að skrifa undir skjöl rafrænt á netinu og afgreiða þannig mál hraðar og öruggar en áður. Með nýjum skilríkjum rennur auðkennislyklalausnin fyrir netbanka líka sitt skeið á enda.

Sjá nánar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins